Reviews

← Back to all posts
  • Fréttatíminn reviews Önnur Mósebók

    Allt gengur upp

    ★ ★ ★ ★ ★

    Á annarri plötu Moses Hightower er listrænn poppþroski bandsins í blóma. Lögin tíu eru öll góð og sum algjörlega framúrskarandi. Hér er poppað og fönkað og menn taka áhættur í framvindu laga. Hin háa og silkimjúka söngrödd Steingríms minnir bæði á Curtis Mayfield og Sigurð Bjólu og þess vegna finnur maður stundum Curtis og Spilverks-keim í bland við dass af Radiohead. Blandan er þó alveg einstæð. Steingrímur og Andri, sem syngur líka, eiga frábæra spretti saman og sitt í hvoru lagi, hljóðfæraleikur er djúsí og pottþéttur, hversdagslegir textarnir fínir og barasta allt gengur upp í þrælskemmtilegri, léttri en stundum krefjandi poppplötu - bestu plötu ársins (til þessa).

    - Dr. Gunni